top of page

 about

Upphafspunkturinn er að láta efnið ráða för. Það getur verið t.d. litur, áferð, ljósnæmi sem verður kveikjan og þaðan skoða ég og rannsaka. Ég vinn aðallega með þrívíða list og ljósmyndun.

Ég leitast eftir því að rannsaka eðli ólíkra efna og leyfa verkunum að taka á sig form út frá því. Mörg hver eiga það sameiginlegt að vera ljósnæm í eðli sínu. 

Rannsóknin og framkvæmdin miðast út frá efninu sjálfu eða náttúru þess. Fagurfræði er mér hugleikinn og það að dansa á línu barokksins eða hinu glysgjarna. Efnin sjálf eru oft fjöldaframleidd í verksmiðjum og þau er helst að finna í byggingavöruverslunum. En við það að handleika þau út frá eðli þeirra og nátturulegri fegurð (kjarnanum) tek ég þau úr samhenginu sem þeim var ætlað að vera í og úr verður eitthvað allt annað og oft á tíðum vill uppruni þeirra og tilgangur verða óþekkjanlegur.

Reflections about time, matter and subconscious have been a main thread in my art. I work mainly with three dimensional medium and photography. 

My method is to use my intuition and sometimes chance to create. To allow the material to go as it will, and from that point of departure my work develops. 

bottom of page